Um mig

Fæddur í Reykjavík, þann 13. júlí 1980.

Uppalinn í Reykjavík og Kópavogi með mikilli viðkomu í Þorlákshöfn, þar sem afi og amma bjuggu og síðast en ekki síst  á Skeiðum sem ég ber sterkar taugar til.

Ég er tveggja sona faðir, fæddir 2005 og 2013 og er í  í sambúð með stórkoslegri konu.

Ég hef tekið virkan þátt í atvinnulífinu frá 6 ára aldri og hóf ferilinn með því að stofna til samkeppni við Blómaval í Sigtúni þar sem ég og bauð uppá nýtíndar Sóleyjar við innganginn. Síðan þá hef ég tekið þátt í atvinnulífinu á einn eða annan hátt.

Köllunina fann ég í viðskiptaþróun, sölu og markaðsetningu og hef síðan 2010 starfað í upplýsingatæknigeiranum.

Árið 2006 tók ég fyrstu skrefin í sprotafyrirtæki sem var félagið 48DVD þar sem ég starfaði fyrst sem rekstrarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ef eftir að félagið lagði upp laupana lá leiðin áfram í sprota starfinu þar sem ég stofnaði vörumerkið EasyStuff sem í dag selur enn EasyPrint prenthylkin í ELKO og Greenqloud, hugbúnaðarfyrirtæki á sviði skýjalauna sem ég starfaði hjá frá 2010 þar til í desember 2017.

Árið 2013 stofnaði ég ásamt unnustu minni, Bryndísi Gyðu Michelsen og nokkrum samstarfsaðilum, síðuna Hún.is sem náði gríðarlegum árangri og var á tímabili ein af 10 mest sóttu íslensku síðunum með á bilinu 80-110 þúsund einstakar heimsóknir á viku.