Útflutningur á Orku

Ég hef mikinn áhuga á sjálfbærni samfélaga og við hér á Íslandi njótum þess að við búum við næga orku, bæði til húshitunar og lýsingar, það má segja sem svo að við búum svo vel að við eigum allt of mikla orku í formi rafmangs.

Hvað getum við gert við þetta rafmagn? Það er nokkuð ljóst að hugmyndir um að leggja rafstreng til Evrópu er ekki raunhæft, nú þá flytjum við hana út í öðru formi.

Sem áhugamaður um sjálfbærni hefur það stungið mig allt frá því að ég hóf að kynna mér áliðnaðinn hvað fer mikið til spillis, sandurinn er fluttur til landsins með skipum sem eyða olíu heimsálfa á milli, við tökum svo sandinn og bræðum hann í ál sem er gott og blessað, en síða er álið flutt héðan með skipum sem aftur eyða olíu.

Getum við ekki nýtt okkar frábæru aðlindir í eitthvað sem ekki hefur jafn stórkosleg áhrif í umhverfi okkar eins og áliðnaðurinn á Íslandi sannanlega gerir? svarið er JÚ!

Við getum hafið útflutning á orku í formi til dæmis gagna, þeas með því að klára undirbúningsvinnu fyrir gagnaverin hér á landi væri hægt að hefja útflutning á orku í fomi geumslupláss á hörðum diskum sem knúnir eru sjálfbærri orku, ekki kolum, olíu eða kjarnorku heldur vistvænni orku frá Íslandi.

Þar af leiðandi myndi ekki einungis vera hafin útflutningur á orku, heldur værum við að vinna hana enn frekar og auka verðmætin sem seld eru og myndum skila þeim inn á Íslandi.

Við íslendingar eigum gnótt tækifæra hér heima og á heimsvísu og þrátt fyrir fall banka og ríkis höfum við tækifæri hér sem eru einstök, þessi tækifæri eigum við að nýta og með þann hugmyndaríka mannafla sem við sannanlega höfum eigum við möguleika á því að tryggja okkur sess meðal framsæknustu þjóða heims, sem við erum þrátt fyrir að sjálfstraustið sé lágt og lítið um þessar mundir.

Gísli Kr.

Tveggja sona faðir í sambúð með stórkoslegri konu. Hóf samkeppni við Blómaval 6 ára gamall...