Stjórnlagaþing

Nú er komið að kjördegi, á morgun skunda Íslendingar á kjörstað og velja sína fulltrúa á stjórnlagaþing.

Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtileg lífsreynsla að fara í gegnum kosningabaráttu sem lifir í 11 klukkustundir enn þegar þetta er ritað og berst maður fyrir athygli fram á síðustu mínútu.

Þegar úrslitin verða kynnt vona ég að um verði að ræða fjölbreyttan hóp með ólíkar skoðanir og að það fari fram málefnaleg umræða, ég held að ef af því verður þá munum við sjá breytingar til hins betra og standa uppi með sterka stjórnarskrá sem ríkir sátt um.

Gríðarlega mikilvægt er að góð þáttaka í þessum kosningum verði og því hvet ég alla til að nýta atkvæði sitt þó svo að ekki nema einn sé kosinn!

Gísli Kr.

Tveggja sona faðir í sambúð með stórkoslegri konu. Hóf samkeppni við Blómaval 6 ára gamall...