Ísland er eyja

Ég er að vesenast í því hlutverki að koma sprotafyrirtæki á laggirnar, fyrirtæki sem hefur möguleika á því að skila þjóðarbúinu ágætum tekjum, skapa störf og nýta þjónustu annara fyrirtækja sem við reyndar gerum þegar og síðast en ekki síst að skapa enn frjórri jarðveg fyrir nýsköpun á sviði hugbúnaðarframleiðslu og vísindaútreikninga þar sem starfsemi okkar snýst um slíkt.

Nýverið ferðuðumst við félagarnir um heiminn, ég fór til Kína, styrkti þar mitt tengslanet við framleiðendur, skapaði ný tengsl og fann tækifæri sem við getum nýtt okkar hugvit á Íslandi

Við höfum lifað og hrærst í þessu sportaumhverfi í nokkurn tíma og notið styrkja til nýsköpunarverkefna sem við höfum tekist á við.

Í styrkja og stuðningsumhverfinu hér á landi hef ég séð nokkra hluti sem betur mættu fara en ég vil taka það fram að styrkja og stuðningsumhverfi hér á landi er mjög got og það tekur miklum og stöðugum framförum enda got fólk sem í því vinnur og hefur sannað framsýni sína.

Hérna eru hugleiðingar mínar varðandi styrki stuðnings og rekstrarumhverfi sprota sem og lengra kominna fyrirtækja;

–       Hvað með styrki til þess að fara á sýningar eða sækja erlenda markaði?

 • Ísland er eyja, mörg okkar sprotafyrirtæki þrífast ekki á Íslenskum markaði eingöngu og þurfa að sækja beint á erlenda markaði til að ná til viðskiptavina sinna. Þetta er dýrt og hef ég furðað mig á því af hverju þessum félögum er ekki hjálpað við að hafa starfsemina á Íslandi áfram en eiga auðvelt með að sækja sína markaði erlendis. Stuðningur gæti falist í loftbrú, inneignum hjá flugfélögum eða jafnvel í beinum styrk
 • Hvað með samstillt átak Íslandsstofu til að koma upplýsingatæknifyrirtækjum á sýningar eða kynningar erlendis

 

–       Bretar laða að sér sprota með skattaívilnunum sem gera það einkar hagkvæmt að fjárfesta í sprotafyrirtækjum sem laðar að sér fjárfesta líka.

 • Hvernig væri að koma svona hvatakerfi upp á Íslandi, einhverju sem skiptir máli fyrir fyrirtækin. Ég þekki það af eigin reynslu að vera mjög tvístígandi yfir því hvort við eigum að flytja starfsemina erlendis, ástæðurnar eru margar, þar má nefna:
  • Lítið/erfitt aðgengi að fjármagni.
  • Erfitt að fá hæft starfsfólk til starfa (Forritara og kerfisstjóra)
  • Dýrt að sækja á okkar fókusmarkaði frá Íslandi
  • Síbreytilegt og dýrt rekstarumhverfi fyrirtækja
  • Síbreytilegt og dýrt skattauhverfi
 • Ég verð að segja það að með því að leggja ekki áherlsu á það að skapa okkar fyrirtækjum hagkvæmt umhverfi til að starfa í þá munum við missa verðmætaskapandi fyrirtæki úr landi og því má segja að með styrkjaumhverfinu sé verið að kasta peningum útum gluggann, af hverju? Jú, af því að við erum að setja plástur á atvinnuleysið með því að efla styrkjaumhverfi og skapa þar með störf, þegar rekstarumhverfið er eins óhagstætt og ógagnsætt og raun ber vitni þá flytja þessi félög sig út á endanum með þeirri verðmætasköpun sem þau hafa byggt upp.

 

Það er kominn tími á að stjórnvöld hugsi hlutina í heildarmyndum en ekki plástrum sem tryggja þeim góða útkomu fyrir næstu kosningar og átta okkur á því að “ÍsLand” er “ÍsEyja”.

Gísli Kr.

Tveggja sona faðir í sambúð með stórkoslegri konu. Hóf samkeppni við Blómaval 6 ára gamall...

2 Comments

 1. Sæll Gísli,

  þetta er mjög áhugaverð grein hjá þér og góðir punktar. Sjálfur er ég að lenda í vandræðum með gjaldeyrishöftin og neyðist líklega til að stofna fyrirtæki erlendis vegna þeirra ef ég vil halda áfram að vaxa út á alþjóðlega markaðinn. Það er mín tilfinning að Ísland í dag virki afskaplega vel til að koma fyrirtæki af stað og er góður prufumarkaður að mörgu leiti, Ísland virðist þó illa geta stutt við fyrirtæki þegar þau eru byrjuð að stækka. Mörg fyrirtæki sem ég þekki til virðast þurfa færa rekstur sinn erlendis vegna ýmisra óhagstæðra aðstæðna hér á landi.

  Kv. Haukur

  1. Það er nákvæmlega það sem ég er að reyna að rífa upp í þessari grein, afhverju eru stjórnvöld ekki að vinna markvisst að því að gera fyrirtækjum í virðiskapandi rekstri auðveldara fyrir að vera staðsett á Íslandi, ég hef ekki orðið var við slíka vinnu og þvert á móti meira regluverk um gjaldeyrishöft ef eitthvað er.
   Ef við erum að styrkja til nýsköpunar sem samfélag þá er það brenndur peningur ef öll þau félög sem eiga að vera að sækja gjaldeyri flytja á endanum vegna þess að aðstæður leyfa ekki slíkann rekstur hér á landi.
   Varðandi Ísland sem prufumarkað þá hefur það notað sem sölurök fyrir íslensk fyrirtæki að Ísland sé frábær prufumarkaður, boðleiðir stuttar og frekar lítill markaður. Menn verða samt að gera sér grein fyrir því hvað Íslenski markaðurinn er sérstakur líka, kúltúr, tækniþekking og infrastructur er frábrugðinn öðrum mörkuðum. Einnig er samstarf fyrirtækja lítt þekkt hér á landi og það er sorglegt hvað menn oft líta á öll önnur fyrirtæki sem samkeppni, það virðist samt vera að breytast hægt og rólega.
   Ef maður gerir sér grein fyrir breytunum á íslenska markaðnum þá er hann frábær sem prufumarkaður.

Comments are closed.