ICESAVE: Ég er harðákveðinn í að segja.. kannski

Ég er ekki alveg að átta mig á tilgangi með kosningum varðandi Icesave.

Jú það er mjög gott mál að þjóðin fái að taka ákvörðun um það hvort við tökum þessa skuldbindingu á okkur eða ekki, EN hvernig í ósköpunum á þjóðin, sem fær ekki að vita hvað hin ýmsu leyniskjöl sem að málinu snúa innihalda, að taka upplýsta ákvörðun um það hvort við eigum að samþykkja eða ekki..

Ég er alveg gáttaður á því að ekki fari meiri umræða fram í þjóðfélaginu um innihald þeirra og þá staðreynd að hér á landi eru ýmsir sérfræðingar sem eru tilbúnir að viðra skoðanir sínar án þess að hafa fengið að sjá öll gögn málsins.

Það voru nákvæmlega svona vinnubrögð sem komu okkur í þessi vandræði og því lýsi ég yfir miklum efasemdum með skoðanir manna sem gefa út grjótharða afstöðu þrátt fyrir að hafa ekki allar staðreyndir fyrir framan sig.

Ég veit ekki með þig en ég myndi segja að þetta væri kallað að giska.

Gísli Kr.

Tveggja sona faðir í sambúð með stórkoslegri konu. Hóf samkeppni við Blómaval 6 ára gamall...