Hvað er hér á seyði….

Íslendingar hafa öldum saman þurft að hafa fyrir lífinu, við höfum tekið á því, misst menn á sjó, orðið úti, verið fátæk, hungruð og niðurbrotin en litla uppgjöf hefur verið að sjá á Íslendingum fyrr en nú þykir mér.Hér hafa miklar fjármálahörmungar riðið yfir og margir eru bágt staddir en það er eitt atriði sem ég hef tekið eftir í þessum hörmungum öllum og það er að peningurinn er í flestum tilfellum ekki allt, ef fólk hefur vinnu yfir höfuð og hefur innkomu sem getur staðið undir mat þá skiptir hitt ekki öllu máli.Nú þekki ég mikið af fólki útum allat trissur og margir sem ég þekki eru í miklum fjárhagsvandræðum, sumir jafnvel hættir að borga. Það sem ég hef greint af samtölum mínum við þetta fólk er að innheimtufyrirtækin ganga harðast að þeim sem ekki eru búnir að gefast upp, þá á að blóðmjólka. Þeir sem eru búnir að gefa uppá bátinn þá von um að geta greitt af því sem hefur margfaldast í höndunum á þeim eru yfirleitt í betri stöðu gagnvart sínum lánadrottnum því þeir eru hættir að borga og segja „nú semjum við eða ég fer bara á hausinn og þú færð ekki neitt“, fyrir utan það að það er ákveðin lausn sem felst í því að ákveða að hætta að borga.

Er þetta í lagi í samfélagi? að það séu þeir sem ekki gefast upp sem halda restinni uppi, ég geri ráð fyrir því að það sé staðreyndin, það er náttúrulega ekkert að sækja til þeirra sem hætta að borga svosem, en er það þá ekki krafa til banka, fjármálastofnana og ekki síst ríkisvaldsins að sjá til þess að ekki sé gengið af slíkri hörku að fólki að menn gefist upp.Ég lenti sjálfur í fjárhagsvandræðum árið 2009 og skuldaði helling, ég tel mig vera rökfastan mann og þokkalega greindan (allavega ekki vitlausan ( þó margir séu líklega ósammála mér þar, en látum það liggja milli hluta)) og ég verð að viðurkenna það að þetta var erfiðasta ár sem ég hef lifað af þeim 30 sem ég á að baki. Ósanngirnin og óbilgirni innheimtustofnana sem oft á tíðum hafði í forsvari fólk sem ekki hafði hundsvit á mannlegum samskiptum, sleit mér alveg rosalega út og tel ég mig nú hafa breitt bak og gefast seint upp, en eftir samskipti mín í heilt ár við fólkið í þessum geira og að greiða innheimtuþóknanir sem voru kannski tvöfaldur höfuðstóll, allt í skjóli laga um að þetta sé í lagi, var rétt búið að buga mig.Ástæðan fyrir því að ég lýsi þessu ástandi hér er sú að ég hugsa að ég sé nú ekki sá sem innheimtustofnanir spila mest með, hvað með einstæðar mæður og feður útum allt sem vinna kannski 150% vinnu til að ná endum saman og svo fara að gægjast innheimtubréf innum lúguna, hversu mikinn tíma eða orku heldur þú að þetta fólk hafi til að þvarga við innheimtufulltrúa með „computer says NO“ þema.

Það þarf að taka á þessari gjaldamjólkun á almenningi, það sé sama hvert er litið það er allstaðar verið að plokka.. núna síðast í boði ríkistjórnarinnar sem er byrjuð að plokka og lokar augunum fyrir því að með svona aðgerðum svindlar fólk meira á skattinum eða einfaldlega flytur úr landi, það skila sér engar skatttekjur af fólki sem á ekki heima á Íslandi, en Steingrímur virðist ekki skilja það.nóg í bili, nú fer að færast líf í þetta blogg hjá mér vona ég.

Gísli Kr.

Tveggja sona faðir í sambúð með stórkoslegri konu. Hóf samkeppni við Blómaval 6 ára gamall...