Hugleiðingar um atvinnulífið

Ég hef áður rakið kosti þess að hefja útflutning á orku í formi gagna og tölvuvinnslu í gagnaverum sem eru mjög áhugaverður kostur hér á landi eins og hefur sýnt sig á áhuga erlendra aðila á fjárfestingu og uppbyggingu í geiranum.

Við eigum fleiri kosti hér á landi en gagnaver eins frábær kostur og gagnaverin eru þá ættum við að varast gullgrafaraæði sem oftar en ekki hefur gripið okkur Íslendingana, sem dæmi má nefna loðdýrarækt, videoleigur, DeCode, og núna síðast bankarnir.

Það virðist vera að nýtt gullgrafaraæði sé í uppsiglingu núna þar sem upplýsingatækniiðnaðurinn er að blómstra.

Í samhengi við öll „æðin“ okkar íslendinga þá er ekki laust við að maður hugi að sér þegar nýja æðið nær fótfestu, en það er líkt og við Íslendingar þurfum alltaf einhverja hetju sem veit allt og kann allt, síðastliðin ár voru það bankastrákarnir, nú virðast það vera forritararnir.

Nú er ég frumkvöðull að eðlisfari og verð ég síðastur manna til að gagngrýna nýjar leiðir til tekjuöflunar og nýsköpun í hvaða bransa sem er, en það sem ég á við er að við sem þjóð þurfum að vara okkur á áhrifagirni fjöldans sem hefur komið okkur í vandræði áður og vil ég tala fyrir því að fólk fylgi sinni sannfæringu sem rekur það áfram.

Með því að fylgja eigin sannfæringu næst ekki einungis betri árangur og verðmætasköpun heldur skapast með því fjölbreyttari atvinnuvaegir sem setja egg þjóðarinnar í fleiri körfur.

Ég tel að við getum stókoslega aukið okkar fjölbreitni með því að beina sjónum okkar að grasrót mannauðs þjóðarinnar, þeas. grunnskólum og framhaldskólum þar sem mætti auka áherslu á örvun sköpunargleði.

Til að útfæra slíkt er ég ekki sá sem hef lausnirnar fram að færa þó ég hafi ýmislegt til málana að leggja þar sem ég hefu reynslu af því að „passa“ ekki inní það sem skólarnir höfðu mér að bjóða, stöðlunin og þrýstingurinn á það að gera hlutina á ákveðinn hátt ollu mér vanlíðan í grunnskóla þrátt fyrir að ég hafi alltaf haft ágætar einkunir, en þegar úr grunnskóla var komið var ég engu nær því sem ég vildi gera og tók langann tíma í það að finna minn farveg.

Ég var svo lánsamur að finna mína köllun, þó hún sé enn í mótun en margir finna hana aldrei.

Því segi ég:

Áfram með nýsköpun og áfram með verðmætasköpun!

Gísli Kr.

Tveggja sona faðir í sambúð með stórkoslegri konu. Hóf samkeppni við Blómaval 6 ára gamall...