Fyrstu skrefin… hugmyndin

Ég er einn af þeim sem fæ hugmyndir á færiböndum, er fljótur að tengja og ráðast í framkvæmdir, jafnvel án þess að skipuleggja nokkuð. Oft er það þó þannig þegar ný hugmynd kviknar að fyrstu skrefin og/eða kenning um að eitthvað virki á markaði, er hægt að framkvæma án mikils undirbúnings og í raun nauðsynlegt að framkvæma til að fá vísbendingu um það hvort um sé að ræða hugmynd sem getur orðið að einhverju eða ekki.

Kenninguna eða hugmyndina má prufa á ýmsann hátt og mikilvægt er að finna góða leið til að mæla þörf á markaði, áhuga eða notagildi, það sem mestu máli skiptir er að vera gagnrýninn á eigin hugmyndir og að láta á hana reyna.

Aldrei, aldrei, aldrei fara af stað með eitthvað sem þú ert að reyna að sannfæra sjálfann þig með að sé sniðugt eða geti orðið að blómlegum business.

Með því að fá gagrýni á hugmyndirnar rekst maður á veggi eða vandamál sem þarf að komast framhjá og það þroskar hugmyndina og styrkir sannan frumkvöðul í leit sinni að leið til þess að gera hugmynd sína að raunveruleika.

Hérna eru örfá basic ráð til þeirra sem eru með hugmynd í maganum og velkjast í vafa með framkvæmdina.

  1. Ekki fresta því að láta reyna á hugmyndina, hugmyndir eiga það til að verða stærri og frábærari í höfðinu á manni sjálfum því legnur sem maður velkist með hana.
    Láttu því reyna á hana með einhverjum hætti, talaðu við þá sem væru markhópurinn, kannaðu markaðinn, skoðaðu samkeppnina með það í huga að skoða af hverju er samkeppnin ekki að gera það sama, er það útaf því að þeim hefur ekki dottið það í hug eða af því að það eru einhverjar stórar hindranir? Mögulega ert þú með hugmynd sem gerir þessar hindranir að engu sem veitir þér samkeppnisforskot.
  2. Reyndu að gera þér grein fyrir eigin talent, hvað ætlar þú að gera sjálf/ur og hvað ætlar þú að fá aðra til að gera fyrir þig.
    Það er til dæmis mjög líklegt að þú þurfir að fá forritara í teymið ef þú ert með hugmynd sem snýst um hugbúnað og þú hefur ekki reynslu sjálfur, þá þarftu annaðhvort að ná í pening til að geta ráðið forritara eða fengið forritara í teymið sem vill vera með.
  3. Þróaðu hugmyndina eins langt og þú getur án þess að þurfa á fjármagni að halda eða skuldbinda þig á einhvern hátt… því lengra sem þú ert kominn með hugmyndina, því betri stöðu ertu í gagnvart fjárfestum eða lánastofnunum.
  4. Reyndu að koma eins einfaldri vöru og hægt er til prufu hjá örfáum viðskiptavinum, ekki eyða tíma í að reyna að búa til fullkomna vöru sem er tilbúin fyrir enda notanda, með því að fá viðskiptavini í lið mér þér færðu athugsemdir og tillögur sem eru mjög verðmætar og munu gagnast þér við að forgangsraða því sem þarf að bæta við.
    Þannig kemstu hjá því að vinna að fítus eða virkni sem er ekki mikilvæg viðskiptavininum og því ekki sölupunktur.
Gísli Kr.

Tveggja sona faðir í sambúð með stórkoslegri konu. Hóf samkeppni við Blómaval 6 ára gamall...