Fyrstu skrefin… Framkvæmdin

Eitt frægasta slogan í heiminum frá NIKE, “Just Do It”, stundum á það fullkomlega við, stundum ekki.

Þegar þú ert búin/n að staðfesta það fyrir sjálfum þér með því að gera óformlegar kannanir á markhópum eða fjölskyldu og vinum að um raunverulega góða hugmynd sé að ræða er kominn tími til að ákveða hvort það eigi að láta til skara skríða eða ekki.

Að mörgu er að huga þegar slík ákvörðun er tekin að fara af stað í eigin rekstur, að starta hugmynd sem engin reynsla er komin á og að hætta öllum stöðuleika þess að vera að vinna fyrir aðra, fá launin greidd mánaðarlega með öllum fríðindum, fríum, kaffitímum og veikindadögum. Það að hætta því, að stíga út fyrir þitt “comfort zone” getur verið ógnvænlegt og lítur út fyrir að vera óyfirstíganlegt… það er fullkomlega eðlileg tilfinning, það að hætta öllu til að eltast við drauma sína eða ástríður er alls ekki fyrir alla og sannarlega ekki allir sem vilja fara í slíka ferð, en fyrir þá sem ástríðan blundar í gagnvart hugmyndum sínum þá er þetta ferð sem maður sér aldrei eftir, hvernig sem fyrirtækið plumar sig að þá hefur það verið mín upplifun að reynslan og lærdómurinn af því að takast á við verkefnin sem maður setur sér er ómetanleg, fæst ekki úr neinum skóla og kemur manni að gagni í öllum þáttum lífsins.

En “down to business” framkvæmd hugmyndarinnar getur verið á ýmsa vísu, fer allt eftir stærð, fjárþörf, staðsetningu osfrv. Það sem mestu máli skiptir er að gera sér grein fyrir þeim rekstri sem þú ert að fara útí, gerðu viðskiptaáætlun, ég setti inn drög að viðskiptaáætlun frá Viðskiptasmiðju KLAK hér, byrjaðu að skrifa, gerðu þér grein fyrir öllum vinklum hugmyndarinnar, þeim takmörkunum sem henni eru settar, hver spinoff tækifærin eru, hvernig lítur markaðurinn út og hver kaupir þessa vöru, hvernig kaupir hann hana osfrv..

Eftir þessar vangaveltur, allavega þegar viðskiptaáætlun er langt komin má fara að setja upp rekstraráætlun, gerðu annarsvegar rekstraráætlun fyrir fyrstu skref, fram að proof of concept, þannig ertu með áætun um það hvað þig vantar mikið fé eða mannafla til að koma hugmyndinni á þann stað að þú sért með lágmarks vöru eða þjónustu og getir látið reyna á það hvort viðskiptavinir sjái þá hagkvæmni sem þú sérð í hugmyndinni, vertu klár á öllum fítusum sem þú myndir vilja sjá í fullskapaðri vöru og láttu viðskiptavinina um að óska eftir þeim, með könnunum, viðtölum eða feedbacki af notkun. Með þessu ertu að sannreyna áhuga á ákveðnum fítusum og minnkar þar með líkurnar á því að þú sért að skapa vöru/fítus sem einginn notar.

Hins vegar þarf einnig að klára rekstraráætlun sem tekur á öllum tíma fram að sjálfbærni fyrirtækisins og dálítið lengra en það, tilgangurinn með því er:

–       Komast að því hver raunveruleg fjárþörf er til að koma hugmyndinni á koppinn

–       Hversu langur “dauðadalurinn” er, eða það tímabil þar sem fyrirtækið er bara að eyða peningum en aflar ekki mikils.

–       Point of break even, hversu margara seldar einingar, marga viðskiptavini eða auglýsendur þarf til að fyrirtækið afli meira en það eyðir.

Í þessum útreikningum mun margt breytast í hugmyndinni, varan skilar ekki nægilega mikilli framlegð, það kostar of mikið að markaðsetja, viðskiptavinir þurfa að vera mun fleiri en upphaflega var gert ráð fyrir og stór hluti af því að gera slíka áætlun er að komst framhjá þessum vandamálum og hindrunum.

Hlutverk þess að gera sér grein fyrir þessum tölum er það að þegar/ef þú hittir fjárfestir sem er áhugasamur um hugmyndina þá þarftu að vera með þessa hluti á hreinu, þetta eru hinir raunverulegu sölupunktar fyrir þá sem koma að fjármögnun, “hversu mikið get ég haft út úr þessu?”, “er raunhæft að ná þessum árangri?” og “Hvenær get ég selt minn hlut til að fá minn hagnað út, og hverjum á að selja það?”. Þetta eru eingöngu fáar spurningar af þeim sem fjárfestir þarf að spyrja sig, mundu að ef fjárfestir skilur ekki hugmyndina eða hefur ekki trú á henni þá er það líklega eitthvað sem þú ert ekki að delivera sem klárar söluna.

Ég set drög að mjög einfaldri rekstraráætlun hér.

Vertu gagnrýnin á hugmyndina, áætlunina og framkvæmdina alltaf, ekki falla í þá gryfju að halda að þeir sem ekki skilji hana séu bara ekki áhugasamir eða jafnvel vitlausir, þitt hlutverk er að hrífa fólk með hugmyndinni sem hreif þig af stað.

Ef þú lendir sífellt í vandræðum með þessar útskýringar er mögulega kominn tími til að fá hjálp, frá einhverjum sem skilur hugmyndina, vinum, fjölskyldu eða ráðgjöfum.

Þegar ég skrifa um framkvæmd hugmynda, áætlanagerð og kannanir get ég ekki annað er minnst á Viðskiptasmiðju KLAK sem ég hvet alla sem eru með hugmynd í maganum að skoða gaumgæfilega, þar er handleiðsla hugmynda, skref fyrir skref sem og  handleiðsla fyrir fyrirtæki sem komin eru á legg en vilja bæta sig enn frekar svo ekki sé minnst á tengslanetið þar sem er ómetanlegt.

Gísli Kr.

Tveggja sona faðir í sambúð með stórkoslegri konu. Hóf samkeppni við Blómaval 6 ára gamall...