Frumkvöðullinn og sá sem “meikaði” það..

Ég hef velt fyrir mér talsvert því þegar menn sem eru búnir að koma fyrirtækjum sínum á legg og jafnvel eru komnir í góð fjárhagsleg mál ræða um upphaf þeirra reksturs og mótlæti sem þeir hafa mætt. Það virðast allir í þeirri aðstöðu vera sammála um það að upphafið og það að koma félögum á legg er mjög erfitt og krefst úthalds, útsjónasemi, fókus og heppni (að vera réttur maður á réttum stað).

Nú ætla ég ekki að varpa neinni ófrægð á menn sem tala svoleiðis, enda stend ég í fyrirtækjarekstri með nýsköpunarhugmyndir og veit að svo sannarlega er þetta ekki allt dans á rósum.

Það sem mér finnst áhugavert að skoða er að þegar menn eru búnir að koma sínum hugarfóstrum í framkvæmd og þau eru búin að sanna sig þá eru þeir fyrst tilbúnir að tala um það hvað vegurinn til farsældar var erfiður, þangað til er maður frumkvöðull.. og frumkvöðlar væla ekki. Það er kannski hart að segja það en ég hef enn ekki hitt þann frumkvöðul sem er ekki ljómandi kátur með lífið og tilveruna, hefur reyndar ekki fengið borgað neitt af viti í 2 ár og það er búið að hirða af honum bílinn eða hann bilaður og ekki til aur til að laga hann…. Það er samt tóm gleði og hamingja yfir því tækifæri að fá að vinna að sínum hugarfóstrum og hugsjónum.

Raunar held ég að sá frumkvöðull sem myndi væla yfir því hvað hlutirnir væru erfiðir og allt ómögulegt væri ekki líklegur til árangurs.

Jákvæðni og ástríða drífur okkur áfram og það eru góðir straumar til að þrífast á.

Gísli Kr.

Tveggja sona faðir í sambúð með stórkoslegri konu. Hóf samkeppni við Blómaval 6 ára gamall...

3 Comments

  1. Þetta væri ekkert gaman ef þetta væri auðvelt 🙂

    1. Nákvæmlega.. „then everybody would be doing it!“ 😉

Comments are closed.