Frumkvöðla pæling dagsins…

Það sem ég velti fyrir mér fyrir nokkru var munurinn á frumkvöðli sem er búinn að “meika það” ( Frumkvöðullinn og sá sem „meikaði“ það.. ) og frumkvöðli sem er enn í atgangi þess að koma fyrirtæki sínu á legg, sanna sína hugmynd eða vöru og langaði að bæta við nokkrum vangaveltum í því samhengi

Oftar en ekki heyrir maður frumkvöðulinn sem er búinn að sanna sitt tala um þann tíma sem hann gekk í gegnum þegar hann var að stofna fyrirtækið sitt eða að sanna sína hugmynd fyrir alheiminum, þar sem hann hafði sýnina sem hann vildi deila með umheiminum og oft eru orðin sem valin eru eitthvað á þá leið að þetta hafi verið mjög erfitt, tvísýnt á köflum eða það trúði enginn á þetta..
Þetta hef ég aldrei heyrt frumkvöðul sem er að vinna að sinni hugmynd segja. Ef þú spyrð hvernig gangi þá er allt að gerast, það eru stórir sigrar og ótrúlega gaman. Þessu má kannski lýkja við það þegar fólk lendir í hörmungum og fremur hetjudáð, eftirá skilur sá sem verkið vann jafnvel ekki sjálfur af hverju eða hvernig honum/henni datt í hug að gera þetta… eftirá verður maður hissa á þrekvirkinu og attar sig á því að um þrekvirki var að ræða, á meðan á því stendur hefur maður bara verkefni fyrir framan sig sem þarf að vinna og vinnur það þegjandi og hljóðalaust, maður getur farið yfir skynsemina seinna…

En svo getur hetjudáðin farði illa líka…

Gísli Kr.

Tveggja sona faðir í sambúð með stórkoslegri konu. Hóf samkeppni við Blómaval 6 ára gamall...